Dimmuspors ræktun er í eigu Eyglóar Önnu Guðlaugsdóttur og snýst ræktunin um að rækta þýska fjárhunda á Íslandi
"Mamma og Pabbi hafa verið með schafer á heimilinu frá því að ég var aðeins 11 ára gömul. Fyrsti hundurinn var tíkin Miss E eða Kolgrímu Elexa. Miss E kenndi okkur margt, en elsku engillinn okkar var aðeins tveggja ára gömul þegar hún var bráðkvödd einn daginn. Miss E var svo mikið meira en bara hundur, hún var ein af okkur." Rúmum tveim mánuðum eftir fall Miss E hafði ræktandinn þeirra hún Sirry Halla hjá Kolgrímu ræktun samband. En hún hafi fengið tíkina Kolgrímu Gypsy Woman eða eins og við þekkjum hana sem Dimmu til baka. Sirrý vissi strax að þessi efnilega tík myndi fara til Gulla og Jónínu foreldra Eyglóar og fjölskyldu hennar.
Dimma kom til okkar 4. mánaða gömul og gjörsamlega heillaði okkur strax upp úr skónum. Dimma er allt það besta. Ein sigursælasta síðhærða schafer tík sem hægt er að finna á landinu. Dimmu hefur alltaf gengið vel í sýningarhringum enda gull eintak af hundi.
Foreldrar mínir þau Jónína og Guðlaugur fengu tvö got undan Dimmu. Þau got voru skráð á ræktunina Kolgrímu ræktun þaðan sem Dimma kemur. Úr seinna gotinu hennar Dimmu komu þrjár gullfallegar systur. Eygló var ekki lengi að ákveða það að hún ætlaði að halda eftir tík úr þessu goti undan Dimmu. Eygló ákvað að halda eftir tíkinni Kolgrímu Oh My God eða Orku eins og hún kallast.
Eygló Anna og Orka hafa brallað ýmislegt í gegnum tíðina. Sveitaferðirnar, hestaferðirnar, túristaferðirnar, hlýðni próf og skulum ekki gleyma mætt á hundasýningar. Orka ætlar svo sannarlega að feta í spor foreldra sinna, þeirra Dimmu og Ghazi.
Eygló tók þá ákvörðun árið 2021 að stofna sína eigin ræktun, að halda góða blóðinu hennar Dimmu sinnar áfram. Nafnið er því í höfuðið á Dimmu, Dimmuspors ræktun hefur þá meiningu á bakvið sig að rækta áfram sporin hennar Dimmu.
Ræktunin snýst fyrst og fremst um að rækta góða heimilishunda og góðan vin. Schaferinn er mikill vinnuhundur og hægt er að kenna þeim og bralla hina ýmsu hluti með þeim.