Þann 27. ágúst fæddist okkur einn stór hvolpur. Algjört einkabarn frá toppi til táar, kom með látum og lét svo sannarlega hafa fyrir sér.
Foreldrarnir eru Dimmuspors A Star is Born, Þruma og Botto del Rione Antico eða Kojo eins og við þekkjum hann. Dimmuspors Áfram Gakk var nafnið sem litla dekurbarnið fékk en í dag ber hann nafnið Rocco. Rocco ólst upp með mömmu sinni Þrumu, ömmu sinni Orku, frænda sínum Krafti og síðustu vikuna hans var pabbi hans hérna með okkur líka, Kojo. Má þar með segja að hann hafi fengið ágætt uppeldi þrátt fyrir að vera einkabarn. Rocco fékk svo sannarlega að kanna heiminn áður en hann flaug úr hreiðrinu okkar um níu vikna aldurinn. Hann var búinn að fara reglulega með okkur í bæjarferð og bíltúrana um sveitirnar, hitti fullt af fólki og var farinn að læra ýmislegt enda var ansi tómlegt þegar hann fór. Annars gætum við ekki verið ánægðari með þetta eina eintak sem við fengum og hlökkum við svo sannarlega til að fá hann á sína fyrstu sýningu á nýju ári. Óskum við eigenda hans til hamingju með nýjasta meðliminn og hlökkum til að fylgjast með ævintýrum þeirra í framtíðinni.
0 Comments
Orkan okkar, Kolgrímu Oh My God sótti um titilinn ALÞJÓÐLEGUR SÝNINGAMEISTARI eða C.I.E fyrr á árinu eftir að hafa lokið við að safna fjórum alþjóðlegum stigum, Orka fékk fyrsta stigið sitt 6. mars 2022 og það síðasta kom núna sumarið 2024.
Við erum ekkert eðlilega stolt af Orkunni okkar sem er svo sannarlega að feta í sýninga árangur foreldra sinna þeirra Dimmu og Ghazi eins og fram hefur komið.. En þau voru bæði margfaldir meistarar. Nú bíðum við bara eftir staðfestingu á titlinum frá FCI Þann 9. júní hélt Hundaræktunarfélag Íslands upp á sýningu í góðu veðri. Sýningin var á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Dómarinn var Sonny Ström frá Svíþjóð. Af sex síðhærðum schäfer rökkum voru aðeins tveir sem fengu meistarastig og kepptu þar um titilinn besti rakki tegundar, Dimmuspors ræktun átti þar einn hund, hann Dimmuspors All I Ever Wanted eða Vargur eins og hann er kallaður.
Vargur keppti þar á móti margföldum meistara og sjá má að Sonny átti erfitt með valið en Vargur endaði sem annar besti rakki tegundar, virkilega skemmtilegur árangur. Vargur tók með sér heim eitt ÍSLENSKT MEISTARASTIG og eitt NORÐURLANDA MEISTARASTIG. Óskum við eigendum hans til hamingju með góðan árangur og hlökkum til að sjá þau á næstu sýningum. Orkan okkar, Kolgrímu Oh My God hlaut titilinn NORDICCh eða Norðurlanda meistari eftir síðustu sýningu sem var Norðurlandasýning á vegum Hundaræktunarfélag Íslands.
Hundur þarf þrjú Norðurlanda stig frá þrem mismunandi dómurum sem koma frá þrem mismunandi löndum til þess að hljóta titilinn en þessar sýningar eru ekki oft á ári, því erfitt að klára titilinn snemma, en Orku tókst slíkt. Við erum virkilega ánægð með Orkuna okkar og heldur hún áfram að stíga í spor foreldra sinna þeirra Dimmu og Ghazi, En þau áttu sigursælan feril í sýningahringnum á sínum tíma. Framtíðin er björt og hlakkar okkur til að mæta á næstu sýningu. Þann 22. apríl var haldin glæsileg deildarsýning á vegum Schäferdeildarinnar í Reiðhöllinni Víðidal. Ungliðarnir okkar mættu svo sannarlega til leiks og fengu dóm af hinum glæsilega dómara Christoph Ludwig.
Hundarnir sex sem mættu frá Dimmuspors ræktun stóðu sig með prýði og voru glæsileg. Hundarnir fengu exelent eða einkunnina very good sem er virkilega skemmtilegt að heyra og voru með glæsilega dóma. Orkan okkar mætti einnig til leiks og fékk einkunnina exelent. Það sem stóð upp úr var að fá glæsilega umsókn frá dómaranum um afkvæmin hennar Orku en þau tóku þátt ásamt Orku í keppni um besta afkvæmahóp í síðhærðum schäfer og unnu hann. Dimmudóttirinn Kolgrimu Joy For Life, Röskva mætti einnig til leiks í öldungaflokk og fékk einkunina exelent með meistaraefni. Stolt af öllum Dimmusporunum sem eru til. Þann 8. október var haustýning HRFÍ haldin í Samskipahöllinni og mættu þrír Dimmuspors hvolpar til leiks. Öll fengu þau góða dóma og einkunnina sérlega lofandi
Hvolpaflokkur 4-6 mánaða síðhærðir rakkar 1. sæti SL Dimmuspors Addicted To You - Kraftur 2. sæti SL Dimmuspors After All - Río Kraftur stóð upp úr sem BOB Baby Hvolpaflokkur 4-6 mánaða snögghærðar tíkur 2. sæti SL Dimmuspors Action - Dimma Get ekki verið stoltari af þessum elskum og hvað þau standa sig vel og eru okkur til fyrirmyndar Þann 3. september var deildarsýning Schaferdeildarinnar haldin í Guðmundarlundi i mjög góðu veðri. Nokkrir af hvolpunum frá okkur fóru á sýninguna og erum við virkilega ánægð með niðurstöðu sýningarinnar. Allir hvolparnir fengu einkunnina SL eða sérlega lofandi og virkilega góða umsögn. Ég er hæðst ánægð með eigendur þessara hunda sem ákváðu að sýna þau sjálf og henda sér úti djúpu laugina með hvolpunum sínum. Hlakka mikið til að fylgjast með þessu dugnaðar fólki og hvolpunum þeirra á komandi árum Ungviðaflokkur rakkar 3-6 mánaða síðhærður Schafer
1. sæti og SL Dimmuspors After All 2. sæti og SL Dimmuspors Addicted To You 3. sæti og SL Dimmuspors After All Unviðaflokkur tíkur 3-6 mánaða síðhærður Schafer 2. sæti og SL Dimmuspors A Star is Born Ungviðaflokkur tíkur 3-6 mánaða snögghærður Schafer 4. sæti og SL Dimmuspors Action Dimmuspors After All var svo valin besti hvolpur af gagstæðukyni eða BOS Baby Síðast liðna vika hefur verið okkur erfið. Við þurftum að kveðja elsku Dimmuna okkar. Þetta er það versta sem hægt er að upplifa. Að kveðja dýrið sitt. Dimma okkar hefði orðið 10 ára þann 2. september.
Dimma kenndi okkur margt og á stóran stað í hjartanu okkar um ókomna tíð. Enda tilgangurinn með ræktuninni að rækta fallegu, góðu og hlýju sporin hennar áfram. Dimman okkar er grunnurinn. Það er bara eitt orð sem lýsir þessari elsku og þar er orðið hetja. Hetjan okkar sem kom með alla þessu gullfallegu hvolpa til okkar. Hetjan sem barðist fyrir því að lifa með okkur þangað til næstum 10 ára gömul. Hetjan hún Dimma var og er og verður alltaf einfaldlega best. Það verður enginn sem toppar hana Dimmu okkar. Ég gæti skrifað fullt og lýst fyrir ykkur hversu mikið ég elska og sakna hennar Dimmu minnar. En þá byrja tárin að renna niður kinnarnar og söknuðurinn verður alltaf okkur erfiður. En í stað þess að gráta yfir missinum hennar ætlum við að vera sterk og minnast hennar með öllum þeim sögum og minningum sem hún á. Öllum prakkarastrikunum, súkkulaði þjófnum og ævintýrunum hennar. Takk fyrir allt elsku hjartað okkar! Við höldum blóðinu þínu gangandi og hlökkum til að sjá þig þegar okkar tími kemur. Heiðrun Schäferdeildarinnar 2021
Þann 4. ágúst síðastliðinn var Schäferdeildin að heiðra þá hunda sem stóðu upp úr á árinu 2021 í sýningum og vinnu. Þar stóðu okkar konur þær Dimma og Orka. Dimma, Kolgrímu Gypsy Woman stóð upp úr sem stigahæsti síðhærði öldungurinn. Orka, Kolgrímu Oh My God var stigahæsta schäfertíkin í síðhærðum hundum og einnig jöfn rakkanum svo enda þau saman sem stigahæstu síðhærðu schäferhundarnir. Við erum virkilega ánægð með okkar dömur enda virkilega skemmtilegar tíkur. Hvolparnir okkar átta hafa allir æðislega karaktera og eru mjög ólík í skapi og útliti. Elskum fjölbreytileikann. Ræktunarnöfnin valdi Eygló eftir að hafa hitt fólkið sem á von á hvolpum úr gotinu. Eftir spjall og tenginu við tilvonandi eigendur vissi Eygló hver myndi fá hvaða nafn og flest allt í tenginu við tilvonandi eigendur. Nöfnin sem hafa verið valin eru eftirfarandi:
Dimmuspors Action - tík snögg Dimmuspors Addicted To You - rakki síður Dimmuspors Adventure - rakki snöggur Dimmuspors Angel Eyes - rakki snöggur Dimmuspors After All - rakki síður Dimmuspors All I Ever Wanted - rakki síður Dimmuspors A Star is Born - tík síð Dimmuspors All Eyes On Me - rakki síður Myndir af hverjum og einum með nafninu sínu má finna undir hvolpar :) |
Dimmuspors SchaferFréttir af okkur og af okkar voffum og ævintýrum Fréttir
June 2024
Categories |